20:18
{mosimage}
Þór á Akureyri sem féll í 1. deild karla í vor hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla og heitir sá Böðvar Þór Kristjánsson. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs.
Böðvar sem er 38 ára hóf ferilinn í Keflavík og lék lengi þar en hefur haft viðkomu á Akureyri og lék m.a. nokkra leiki með Þórsurum í vetur. Hann er nú nýr maður í brúnni og er þetta frumraun hans sem meistaraflokksþjálfara.
Nánar má lesa um málið á heimasíðu Þórs, www.thorsport.is og þar er m.a. viðtal við Böðvar.
Mynd: www.thorsport.is



