Böðvar Guðjónsson formaður KKD KR segir forsölu félagsins hafa gengið vel í hádeginu fyrir viðureign KR og Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar karla í kvöld. Gera má ráð fyrir margmenni og sagði Böðvar að KR-ingar myndu opna inn í sal a.m.k. klukkutíma fyrir leik.
,,Það er ljóst að fólk ætti að mæta tímanlega í kvöld. Við opnum aftur fyrir miðasöluna kl. 17:30 í dag og eigum von á troðfullu húsi og magnaðri stemmningu. Grillið fer í gang kl. 17:30.”



