Böðvari Guðjónssyni varaformanni Körfuknattleiksdeildar KR er margt til lista lagt en í dag má berja kappann augum á heilsíðuauglýsingu frá Bláa Lóninu í Morgunblaðinu.
Böðvar er fjarri því fyrsti körfuhundurinn til að koma fram í auglýsingu. Friðrik Pétur Ragnarsson fyrrum leikmaður UMFN og nýfráfarinn formaður KKD UMFN lék heldur betur eftirminnilegt hlutverk í Landsbankauaglýsingu fyrir ekki svo löngu síðan þar sem hann rúntaði um allar trissur.
Eftirminnileg er Pizza 67 auglýsing þar sem erlendir leikmenn á borð við Rondey Robinson og John Rhodes voru uppteknir í götukörfubolta. Jón N. Hafsteinsson heillaði kvenþjóðina í auglýsingum fyrir Icelandair og Landsbankann og Hólmarinn Berglind Gunnarsdóttir kom sömuleiðis fram í auglýsingum fyrir Landsbankann.
Ef þú manst eftir fleira körfufólki í auglýsingum, láttu okkur vita, við bætum því við hér að neðan (og ekki skemmir nú fyrir að fá myndir sendar með eða tengla á myndbönd, sendu á [email protected]):
Ragnar Nathanaelsson í Orville auglýsingu:
Feðganir Brynjar Þór Björnsson og Björn Björgvinsson fara á kostum í þessari auglýsingu frá Íslandsbanka
Berglind Gunnarsdóttir – Landsbankinn
Systir Berglindar, Gunnhildur, er hér í auglýsingu frá Háskólanum í Reykjavík:
Jón N. Hafsteinsson o.fl. – Icelandair
Frikki Ragg og Landsbankinn
Svo auðvitað fóru Raggi Nat og Hildur Björg á víð og dreif um landið sem pappaskilti frá Domino´s:
Hér eru t.d. þeir Jens Valgeir Óskarsson og Valur Orri Valsson ásamt fleirum sem leika í auglýsingu frá Lottó:
Pavel Ermolinski fer hér á kostum sem bassaleikari í auglýsingu frá Lottó