Það eru yfir 10 ár síðan konungurinn hinn eini sanni, Michael Jordan (sagt af virðingu þrátt fyrir að hafa verið Magic-Bird maður í þá tíma) lagði skó sína á hilluna og sagði skilið við parketið í NBA. Þrátt fyrir það eru allir þeir sem á einhvern mögulegan hátt geta grætt á því að koma í verð einhverju sem Jordan kom nálægt , enn að græða.
Nýjasta nýtt var “boðsbréf” frá UNC (Recruiting letters) háskólanum til Jordan á sínum tíma um að honum væri boðinn fullur styrkur hjá skólanum. Einnig var í pakkanum bréf frá þjálfara hans Dean Smith þar sem hann þakkar fyrir heimsókn sína til fjölskyldu Jordan, hrósar honum og segist hlakka til að vinna með honum í UNC. Pappírarnir fóru á yfir 50.000 dollara í heild sinni en einnig var treyja sem Jordan var í á Ólympíuleikunum með Draumaliðinu boðin upp og fór á rúmlega 30.000 dollara.




