Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Meistarar Miami Heat sópuðu Charlotte Bobcats 4-0 út í sumarið en Heat unnu viðureign næturinnar 98-109. Charlotte Bobcats hafa því sagt skilið við NBA deildina og mæta til leiks á næsta tímabili sem Charlotte Hornets.
LeBron James gerði 31 stig í liði Miami í nótt en Kemba Walker var með 29 stig í liði Bobcats. Miami mætir svo Brooklyn eða Toronto í undanúrslitum en staðan í því einvígi er 2-2.
Atlanta komst í 3-2 gegn Indiana í nótt með 97-107 útisigri og San Antonio jafnði 2-2 gegn Dallas með 93-89 sigri.
Miami 4-0 Charlotte (Miami komið í undanúrslit Austurdeildar)
San Antonio 2-2 Dallas
Indiana 2-3 Atlanta