spot_img
HomeFréttirBob McKillop: Vitnisburður um hjarta og baráttu íslenskra leikmanna og þjálfara

Bob McKillop: Vitnisburður um hjarta og baráttu íslenskra leikmanna og þjálfara

Bob McKillop er aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeið KKÍ 3.a sem fer fram um helgina í Ólafssal í Hafnarfirði. Bob McKillop er núverandi þjálfari Davidson háskólans en hann hefur þjálfað þar frá árinu 1989 með góðum árangri. 

 

 

Hann þjálfaði Stephen Curry á háskólaárum sínum en stjarna Golden State liðsins gerði garðinn frægan hjá liði Davidson. Í dag leikur Jón Axel Guðmundsson með Davidson og þekkir því vel til Bob McKillop. Á nýloknu tímabili komst liðið í Mars fárið í fyrsta sinn í þrjú ár. 

 

Karfan.is hitti Bob McKillop á milli fyrirlestra í morgun. Meðal þess sem kemur fram er einkenni hans í þjálfun, framtíð Jóns Axels, ferill Steph Curry og íslenska landsliðiðs svo eitthvað sé nefnt. 

 

„Það sem þú lærir á körfuboltavellinum er eitthvað sem þú ættir að nýta þér í lífinu. Hjálpa öðrum, vinna sem heild, samskipti, klára hluti, skuldbinda þig og vera traustur. Þetta er allt reynsla eða aðstæður sem geta orðið til á vellinum, rétt eins og í lífinu.“ sagði McKillop og bætti við: 

 

„Fyrir land á stærð við Ísland að taka þátt í keppni eins og Eurobasket er ótrúlegt. Það er í raun vitnisburður um baráttu og hjarta leikmanna og þjálfara liðsins.“

 

„Jón Axel hefur verið byrjunarliðsmaður í tvö ár hjá okkur núna. Hann hefur hjarta ljónsins. Jón Axel hefur bætt sig mikið en stærsta sviðið sem hann hefur verið á var líklega þegar við mættum Kentucky í úrslitakeppninni. Hann átti líklega sína bestu skotframmistöðu á árinu í þeim leik.“

 

„Stephen Curry er sigurvegari. Svo ég gat séð fyrir að hans fingraför yrðu á velgengni. Það sem hann hefur hinsvegar afrekað, tvisvar valinn MVP NBA deildarinnar og sigrarnir; ég vissi að það væri mögulegt en trúði ekki að það yrði að veruleika.“

 

Ítarlegt einkaviðtal við Bob McKillop má finna í heild sinni hér að neðan:

 

 

 

Viðtal / Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -