spot_img
HomeFréttir"Blue Christmas" hjá Boston

“Blue Christmas” hjá Boston

10:48:52
 Jólasteikin virðist hafa farið illa í Kevin Garnett og félaga í meistaraliði Boston Celtics, því þeir töpuðu í nótt sínum örðum leik í röð, nú gegn Golden State Warrioirs.

Nokkur önnur óvænt úrslit voru í nótt, til dæmis vann Minnesota stórsigur á NY Knicks og Charlotte vann New Jersey en svo voru nokkur minni lið sem voru nálægt því að landa sigri, líkt og Oklahoma Thunder sem tapaði með aðeins tveimur stigum gegn Detroit.

Nánar um leiki næturinnar hér að neðan…
Golden State Warriors – Boston Celtics 99-89

Tapið gegn Lakers í fyrrinótt virðist hafa setið í Boston Celtics þar sem þeir máttu einnig sætta sig við ósigur í nótt, þá gegn Golden State Warriors sem hafa verið eins og rjúkandi rúst í allan vetur.

Boston byrjuðu betur og leiddu framan af. Þeir voru með 12 stiga forskot í hálfleik, 39-51, en í seinni hálfleik fór að síga á ógæfuhliðina. Ítalinn Marco Belinelli smellti niður tveimur þristum í lok þriðja leikhluta og breytti stöðunni í 72-64 fyrir síðasta leikhlutann.

Framherjinn Ronny Turiaf hóf fjórða leikhlutann með öflugri troðslu fyrir Golden State og eftir það datt Stephen Jackson í gang. Jackson hafði misst af síðustu leikjum liðsins með tognaðan úlnlið en var lykilmaðurinn í þessum frækna sigri þar sem hann skoraði 15 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta.

Kelenna Azubuike minnkaði muninn niður í 76-74 fyrir Golden State en Ray Allen svaraði fyrir Boston á hinum endanum. Þá setti Jackson í fluggrírinn og skoraði átta stig í röð og kom sínum mönnum yfir fyrir fullt og allt.

Jackson var stigahæstur í liði Golden State með 28 stig en var einnig með 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Belinelli var með 22 stig, Turiaf með 14 og Azubuike með 10.

Hjá Boston var Paul Pierce með 21 stig, Keevin Garnett með 14, Leon Powe með 12 en Rajon Rondo náði næstum þrennunni (11/10/9). Það segir kannski eitt og annað um leik Boston að leisktjórnandinn hafi verið með langflest fráköst.

Boston eru ekki enn búnir með útileikjaferð sína því á næstu dögum mæta þeir Sacramento og Portland.

Úrslit næturinnar:

Chicago 77
Miami 90

Minnesota 120
New York 107

Charlotte 95
New Jersey 87

Indiana 105
Memphis 108

Oklahoma City 88
Detroit 90

Houston 79
New Orleans 88

Philadelphia 101
Denver 105

Dallas 88
Utah 97

Toronto 107
Sacramento 101

Boston 89
Golden State 99

Tölfræði leikjanna:

Mynd:AP

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -