Þeir sem settu pening sinn á Val á Lengjunni fengu blauta tusku í andlitið eftir að Breiðablik skellti Val í öruggum sigri Blika. Frá fyrstu mínútu voru Blikastelpur með öll völd í leiknum og virtist sem Valsstúlkur væru að spila í tréklossum. Þær voru slakar varnalega sem sóknalega og virtust ekki vera að spila fyrir sæti í úrslitakeppninni sem er mjög tæpt fyrir þær núna.
Blikar urðu að vinna þennan leik til að eiga eiga möguleika á áframhaldandi dvöl í deild þeirra bestu og í kvöld sýndu þær svo sannaleg sitt rétta andlit og spiluðu allar sem einn. Mikil boltahreifing og var enginn einn leikmaður látinn sjá um stigaskor liðsins heldur allar.
Varnarleikur Blika var mjög góður og lokuðu þær vel á lykilleikmenn Vals sem hélt Val niðri í stigaskori og enduðu Blikastúlkur með flottan og langþráðan sigur. Arielle Wideman lét vel að sér kveða og landaði sinni fyrstu þrennu fyrir Blika á tímabilinu með 14 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar.
Texti og mynd : Karl West



