spot_img
HomeFréttirBlikar valta yfir FSu í þriðja leikhluta (Umfjöllun)

Blikar valta yfir FSu í þriðja leikhluta (Umfjöllun)

6:44

{mosimage}

Það var stórleikur í 1. deild karla í Kópavoginum í gærkvöldi þegar Breiðablik tók á móti FSu.  Bæði lið voru ósigruð, þetta tímabilið, fyrir leikinn og því var víst að það yrði hörkuleikur.  FSu strákarnir byrjuðu leikin mun betur og spiluðu hraðan og flottan sóknarleik ásamt aggressívum varnaleik sem skilaði þeim 9 stiga forskoti í hálfleik, 43-52.  En Breiðabliksmenn mættu til leiks í síðari háflleik og kláruðu leikinn í þriðja leikhluta.  Niðurstaðan varð því öruggur sigur Blika, 105-89. 

 

 

Stigahæstir hjá Blikum voru þeir Kristján R. Sigurðsson með 31 stig (6 af 8 þriggja stiga skotum) Sævar Sævarsson með 24 stig, (7 af 13 þriggja stiga skotum) og Nemanja Sovic(14 fráköst) og Tony Cornett með 14 stig hvor.  Hjá FSu var Matthew Hammer stigahæstur með 19 stig, næstir voru Emil Þ. Jóhansson með 14 stig og Árni Ragnarsson með 12. 

 

{mosimage}

Fyrsti leikhluti byrjaði hraður og þeir þónokkru áhorfendur sem lögðu leið sína í Smáran í gærkvöldi gátu verið bjartsýnir á skemmtilegan leik því fyrsti leikhlutinn var það svo sannarlega.  Bæði lið spiluðu hraðan sóknarbolta og það komu tímabil þar sem hvorugt liðana þurfti á helmingi tímans á skotklukkunni.  Þessi hraði leikur þýddi þó ekki hátt stigaskor því með svona hraða fylgja oft mistök sem getur gert leikinn ennþá skemmtilegri og sú varð oft raunin.  Leikurinn spilaðist jafnt og bæði lið þreifuðu fyrir sér mismunandi tilfærslur af varnaleik þó FSu hafi spilað einhverskonar pressu allan leikinn.  Eftir tæplega hálfan leikhlutan var Kristján Sigurðsson búinn að setja þrjá þrista niður í röð þegar FSu breytti aggressive maður á mann pressu allan völlinn sem virkaði vel fyrstu mínúturnar og Breiðabliksmenn hentu boltanum í gríð og erg í hendur FSU manna.  Þessu svaraði þó Einar Árni þjálfari Breiðabliks en þeir skiptu yfir í svæðisvörn og virtist það halda Blikum nokkuð inní leiknum.  Þegar tvær mínútur lifðu af leikhlutanum opnuðust þó flóðgáttirnar og bæði lið skoruðu grimmt. Staðan eftir leikhlutan var 27-30.

 

{mosimage}

Eftir svona líflegan fyrsta leikhluta róuðust leikar aðeins niður í þeim öðrum en FSu menn fóru þó að sýna góðan varnaleik á köflum og margumtöluð pressa þeirra hélt oft vel aftur af Blikum.  FSu skoraði því 8 stig gegn fyrstu tveimur stigum Breiðabliks, 29-38 eftir tvær mínútur af leik, þangað til Tony Cornett tók eina af sínum fáu góðu sóknartilburðum í leiknum  og skoraði 4 stig í röð af miklu harðfylgi.  Við þetta tekur Brynjar Karl þjálfari FSu leikhlé og stappar stáli í sína menn.  Eftir það helst leikurinn nokkuð jafn en staðan var 35-41 eftir 6 mínútur.  Þegar þarna kemur við sögu virðist sókarleikur beggja liða í lægð og virtist klaufaskapur FSu manna að nýta ekki skotin sín hjálpa Breiðablik mikið því þeir voru í miklum vandræðum með að koma boltanum í opið skotfæri.  Það var hins vegar stórleikur Kristjáns Sigðurssonar sem hélt Blikum inní leiknum í fyrrihálfleik því hann klikkaði vart úr skoti.  Þegar hálfleik nálgaðist voru FSu menn þó búnir að skríða nokkrum stigum frammúr Breiðablik og höfðu eins og fyrr var sagt 9 stiga forskot, 43-52.  Í liði FSu stóð Matthew Hammer uppúr í fyrri hálfleik með góðum varnarleik efst í svæðisvörn FSu sem var að skila þeim því forskoti sem þeir höfðu, en hann var þó klaufi að lenda í villuvandræðum í leiknum. 

 

{mosimage}

Það voru hins vegar kaflaskipti þegar í þriðja leikhlutan kom og heimamenn mættu með allt annan lið inní seinni hálfleik.  Þeir hreinlega lokuðu á allar sóknaraðgerðir FSu og settu í 4. gír í sókninni.  Kristján Sigurðsson og Sævar Sævarsson skiptust á að setja niður þriggja stiga skotin og virtist sem stemmingin hjá Blikum hafi slökkt allt keppnisskap í FSu mönnum.  Þeir spiluðu þennan leikhluta með hálfum haus og fengu að gjalda fyrir en þeir töpuðu honum með 20 stiga mun, 33-13.  Breiðabliksmenn byrjuðu strax á uppafsmínútunni í leikhlutanum að saxa á forskotið og skoruðu 8 stig gegn tveimur hjá FSu á fyrstu tveimur mínútunum.  Það var svo Sævar Sævarsson sem skoraði eina af sínum mörgum þriggja stiga körfum sem kom þeim yfir í fyrsta skiptið síðan í fyrsta leikhluta, 56-55 þegar tæplega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum.  Við það tekur Brynjar Karl leikhlé og messar vel yfir sínum mönnum sem halda þó dampi og komast aftur yfir í stöðunni 59-61.  Það var hins vegar þá sem Blikar segja hingað og ekki lengra og eftir það var ekki aftur snúið.  Breiðabliksmenn voru komnir 4 stigum yfir, 68-64, þegar 2 mínútur eru eftir af leikhlutanum kom upp mikill ágreiningur milli dómara og þjálfara leiksinns. Svo virðist sem dæmd hafi verið sóknarvilla á Nemanja Sovic þegar Breiðabliksmenn eru að bera upp boltan.

Það sætti Einar Árni þjálfari blika sig ekki við og lætur dómaran heyra það, svo virðist sem í þeirri ræðu ásaki hann Brynjar Karl þjálfara FSu um einhver brot á reglum því hann kemur askvaðandi inní umræðuna og fá þá báðir þjálfarar tæknivillu fyrir vikið.  Undirskrifaður veit þó ekki hvað fór á milli þjálfarana en svo virðist sem um mikið hitamál hafi verið að ræða því þjálfaranir voru enn að útkljá sín mál að leik loknum.  Eftir þennan ágreining var hins vegar aðeins eitt lið inná vellinum en FSu nýtti annað vítið sem þeir fengu fyrir tæknivilluna á meðan Breiðablik skoraði 8 stig og voru því komnir með ágætisforskot inní fjórða og seinasta leikhlutan, 76-65.  Það var þriggjastiga sýning Sævars Sævarssonar í þessum leikhluta sem munaði en hann var hreint óstöðvandi á tímabili á meðan FSu skoraði aðeins 13 stig í leikhlutanum. 

 

{mosimage}

Leikur FSu batnaði lítið í byrjun fjórða leikhluta og fengu heimamenn byr undir báða vængi þegar þriggja stiga sýningin hélt áfram.  Breiðabliksmenn voru komnir með 20 stiga forskot eftir aðeins 4 mínútur af leikhlutanum og ungir aðdáendur liðsins farnir að syngja sigursöngva.  Brynjar Karl tekur svo leikhlé þegar leikhlutinn er rétt tæplega hálfnaður og munurinn orðinn 22 stig, 91-69.  Það var alveg á hreinu hvað lagt var upp með eftir það en FSu ætlaði ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana og spiluðu maður á mann pressu allan völlinn það sem eftir lifði leiks.  Það hafði þó ekki næg áhrif og munurinn einfaldlega of mikill fyrir ungt lið FSu að ráða við.  Það var svo Emil Jóhansson sem skoraði lokakörfuna þegar bjallan gall og 16 stiga sigur Blika var staðreynd. 

 

{mosimage}  

Blikar eru því enn ósigraðir í 1. deildinni með 6 sigurleiki og standa virkilega vel að vígi enda með mjög sterkan hóp.  Eftir þriggja stiga sýningu Kristjáns og Sævars má þó ekki gleyma því að Nemanja Sovic og Halldór Ö. Halldórsson skiluðu sínu hlutverki virkilega vel en FSu menn fengu fá tækifæri undir körfunni og var það sterkri vörn þessara mann að þakka sem og góðra spretta frá Tony Cornett sem var þó nokkuð frá sínu besta.  Það er þó nokkuð ljóst að strákarnir í FSu fá að finna fyrir seinni háflleik gærkvöldsinns á næstu æfingu en það er erfitt að nefna nokkur nöfn sem stóðu uppúr hjá þeim í gærkvöldi fyrir utan fyrrnefndan Matthew Hammer.

Leikurinn var í beinni útsendingu á netinu og endursýningu af honum má sjá hér.

{mosimage}  

Texti: Gísli Ólafsson 

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -