spot_img
HomeFréttirBlikar þegar farnir að huga að næstu leiktíð

Blikar þegar farnir að huga að næstu leiktíð

14:42
{mosimage}

 

(Halldór Halldórsson verður áfram í herbúðum Blika) 

 

Einar Árni Jóhannsson mun leiða Breiðablik inn í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð og nú þegar hefur hann í samráði við stjórn Breiðabliks farið af stað í leikmannamálin.

 

Nú þegar er ljóst að Aðalsteinn Pálsson, Halldór Örn Halldórsson, Kristján Rúnar Sigurðsson, Nemanja Sovic, Rúnar Ingi Erlingsson, Rúnar Pálmarsson og Trausti Jóhannsson munu leika með félaginu á næstu leiktíð. Þeir Halldór, Kristján og Rúnar Ingi komu til liðs við félagið fyrir síðustu leiktíð.

 

Fyrirliðinn Loftur Þór er að skoða sín mál en vitað er að kappinn hafi hugleitt að leggja körfuboltaskónum. Þá hefur Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lagt skóna á hilluna en hann er með leikreyndari leikmönnum félagsins.

 

William Coley hefur lagt skóna á hilluna og því er alveg ljóst að nýr Bandaríkjamaður mun leika með Blikum næsta vetur en þau mál verða skoðuð vel á næstu vikum segir á heimasíðu Blika.

Þá segir  Einar Árni við Blikasíðuna að ungir strákar úr drengjaflokki og jafnvel neðar muni bætast í æfingahóp meistaraflokks í sumar en þeir Björn Kristjánsson, Hraunar Karl Guðmundsson og Þorvaldur Hauksson léku nokkra leiki með liðinu í vetur. 

www.breidablik.is

 

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -