spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBlikar sigruðu ÍR í baráttu botnliðana

Blikar sigruðu ÍR í baráttu botnliðana

Breiðablik lagði ÍR í Skógarseli í kvöld í 20. umferð Subway deildar kvenna, 64-79. Breiðablik er eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 8 stig, en ÍR sæti neðar í 8. sætinu með 2 stig.

Breiðablik byrjaði leik kvöldsins betur og leiddi með 8 stigum að fyrsta fjórðung loknum, 13-21. Þær hanga svo á forystunni til oka fyrri hálfleiksins, en þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er munurinn 10 stig, 28-38.

Blikar halda svo áfram að bæta við forystuna í upphafi seinni hálfleiksins og leiða með 14 stigum fyrir lokaleikhlutann, 50-64. Í honum gera þær svo vel að hleypa heimakonum aldrei inn í leikinn og sigra að lokum með 15 stigum, 64-79.

Atkvæðamestar fyrir ÍR í leiknum voru Rebekka Rut Hjálmarsdóttir með 15 stig, 6 fráköst og Greeta Uprus með 21 stig og 7 fráköst.

Fyrir Blika var Rósa Björk Pétursdóttir best með 30 stig, 7 fráköst og Anna Soffía Lárusdóttir bætti við 16 stigum, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum og 6 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -