spot_img
HomeFréttirBlikar sigruðu í Njarðvík eftir framlengingu

Blikar sigruðu í Njarðvík eftir framlengingu

1.deild kvenna hófst með háspennuleik strax í fyrstu umferð þegar að Njarðvík og Breiðablik mættust í Ljónagryfjunni.. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið vel kaflaskiptur. Blikastúlkur leiddu í hálfleik með 6 stigum en í þriðja fjórðung fóru Njarðvíkurstúlkur á flug og lokuðu þriðja leikhluta komnar í 4 stiga forskot.  Allt stefndi svo í það að Njarðvík væri að sigla sigri í land þegar Blikar skelltu niður snöggum tveimur þristum og jöfnuðu leikinn í 50 stigum. 

 

Eftir venjulegan leiktíma höfðu bæði lið sett niður 52 stig og því varð að grípa til framlengingar. Blikastúlkur settu fyrstu fjögur stig framlengingarinnar og framan af þá virtust þessi 4 stig ætla að duga þeim til sigurs því Njarðvík voru í mesta basli með að setja stig. Það var svo loksins þegar mínúta var til loka að Júlía Scheving braut ísinn með huggulegu gegnum broti og setti niður körfu og fiskaði villu. Setti að sjálfsögðu vítið og allt í einu staðan 55:56 Blika í vil.  Elísabet Guðnadóttir jafnaði svo leikinn af vítalínunni fyrir Njarðvík og í stefndi hörku loka sekúndur. 

 

Þær Telma Lind Ásgeirsdóttir og Berglind Karen Ingvarsdóttir kláruðu hinsvegar leikinn þegar þær mættu svellkaldar á vítalínuna fyrir Breiðablik og kláruðu leikinn fyrir Breiðablik. 

 

Stigahæstu leikmenn liðana þetta kvöldið voru Soffía Rún Skúladóttir með 12 stig fyrir Njarðvík en hún bætti einnig við 7 fráköstum en hjá Blikum var það Telma Lind Ásgeirsdóttir með 14 stig og 8 fráköst. 

 

Njarðvík-Breiðablik 56-60 (7-13, 13-13, 18-8, 14-18, 4-8)

 

Njarðvík: Soffía Rún Skúladóttir 12/7 fráköst, Hera Sóley Sölvadóttir 11/6 fráköst, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 9/9 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 7/15 fráköst, , Karen Ösp Valdimardóttir 4/4 fráköst, Svala Sigurðadóttir 4, Nína Karen Víðisdóttir 2, Hulda Ósk B. Vatnsdal 1, Helga Rún Hlynsdóttir Proppé 0, Ásta Magnhildur Sigurðardóttir 0, Birta Rún Gunnarsdóttir 0.

Breiðablik: Aníta Rún Árnadóttir 21/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 14/8 fráköst/8 stolnir, Berglind Karen Ingvarsdóttir 11/6 fráköst, Hlín Sveinsdóttir 9, Isabella Ósk Sigurðardóttir 5/8 fráköst/4 varin skot, Bergdís Gunnarsdóttir 0/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0/4 fráköst, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Guðrún Edda Bjarnadóttir 0/7 fráköst, Elín Kara Karlsdóttir 0.

Dómarar:   

Tölfræði leiksins

Myndasafn

 

Fréttir
- Auglýsing -