spot_img
HomeFréttirBlikar semja við William Coley

Blikar semja við William Coley

13:30

{mosimage}

Breiðabliksmenn sem sitja á toppi 1. deildar karla hafa samið við William Coley um að leika með liðinu eftir áramót en þeir sendu Tony Cornett heim fyrr í mánuðinum.

 

Coley þessi lék 3 leiki með Fjölni á vormánuðum 2005, þegar Darrel Flake meiddist auk þess sem hann lék 6 leiki í úrslitakeppninni það árið. Eftir það lék hann í Sviss og svo með Loga Gunnarssyni í ToPo í Finnlandi.

Einar Árni þjálfari Blika vonast til að með komu Coley sé hann að fá mann til að taka fráköst og einnig leikmann með mikla reynslu. Þá þekkir hann vel til Nemanja Sovic sem lék með honum í Fjölni.

Coley er væntanlegur í Kópavoginn í janúar og leikur þá væntanlega sinn fyrsta leik gegn Reyni Sandgerði í Smáranum þann 15. janúar. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -