Breiðablik hefur samið við tvo leikmenn fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.
Sölvi Ólason er uppalinn Bliki sem kom til félagsins um mitt tímabil síðasta vetur en gat ekki beitt sér vegna meiðsla. Nú hefur hann fengið bót meina sinna og stefnir á að vera með frá byrjun næsta tímabils
Dino Stipcic er öllum körfuboltaáhugamönnum kunnur eftir eftir góðan leik með hinum ýmsu liðum á Íslandi síðustu sex ár. Hann gekk til liðs KR árið 2018 en hefur síðan einnig leikið með Hetti og Álftanesi í efstu og næst efstu deild. Hann hefur skilað að meðaltali 11 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta í leik yfir ferilinn síðan hann hóf leik hér á landi.



