spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaBlikar semja við nýjan erlendan leikmann

Blikar semja við nýjan erlendan leikmann

Breiðablik hefur samið við nýjan bandarískan leikmann í Domino’s deild kvenna, en tilkynnt var um undirskriftina á Facebook síðu félagsins. Nýi leikmaðurinn heitir Danni Williams og er bakvörður sem spilaði þrjú fyrir Texas A&M háskólann í hinni sterku SEC-deild í háskólaboltanum vestanhafs, áður en hún flutti sig um set innan Texasfylkis og lék með Texas-háskóla í Big 12 deildinni í eitt ár.

Samhliða komu Williams hefur Breiðablik sagt upp samningi sínum við Violet Morrow, sem lék sjö leiki með liðinu og var í þeim með rúm 22 stig og 12 fráköst að meðaltali.

Blikar eru í næstneðsta sæti Domino’s deildarinnar að loknum sjö leikjum, með tvö stig. Næsti leikur liðsins er laugardaginn 23. nóvember í Smáranum gegn Snæfelli.

Fréttir
- Auglýsing -