spot_img
HomeFréttirBlikar semja við helstu lykilmenn

Blikar semja við helstu lykilmenn

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks skrifaði nýverið undir fjölda leikmannasamninga við sína menn í 1. deild karla. Á heimasíðu Blika segir að samið hafi verið við flesta lykilleikmenn liðsins.
 
Þeirra á meðal er baráttujaxlinn Þorsteinn Gunnlaugsson. Þá samdi félagið nýverið til tveggja ára við Borce Ilievski en hann stýrði liðinu á nýlokinni leiktíð í 1. deild karla þar sem liðið vann níu leiki og tapaði jafn mörgum.
 
Mynd/ Breiðablik.is – Frá fjölmennri samningagerð Blika á dögunum.
  
Fréttir
- Auglýsing -