spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBlikar semja við fyrrum leikmann Arkansas Razorbacks

Blikar semja við fyrrum leikmann Arkansas Razorbacks

Breiðablik hefur samið við Davonte Davis fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.

Davonte er 23 ára 193 cm bandarískur bakvörður sem lék fyrir sterkt lið Arkansas Razorbacks í bandaríska háskólaboltanum, en þar skilaði hann að meðaltali 8 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik á fjögurra ára feril.

Besti leikur ferils hans í skólanum var leikur gegn Kansas í 32 liða úrslitum “March Madness” árið 2023 þar sem hann skoraði 25 stig í sigurleik, en í þeim leik voru sjö leikmenn sem fóru svo í NBA deildina.

Fréttir
- Auglýsing -