spot_img
HomeFréttirBlikar rúlluðu yfir Hött á endasprettinum

Blikar rúlluðu yfir Hött á endasprettinum

17:28

{mosimage}

(Halldór Halldórsson á ferðinni) 

Eftir risatap gegn FSu á Selfossi í gær máttu liðsmenn Hattar í dag enn og aftur sætta sig við ósigur er þeir lágu gegn Breiðablik 98-83 í Smáranum í Kópavogi í dag. Við sigurinn eru Blikar enn á toppi deildarinnar og nú með fullt hús stiga, eða 16 stig eftir átta deildarsigra. Nemanja Sovic var stigahæstur í liði Blika með 29 stig. 

Allt benti til þess í upphafi leiks að Blikar ætluðu að klára leikinn snemma. Staðan að loknum upphafsleikhlutanum var 31-22 fyrir Blika en gestirnir frá Egilsstöðum náðu hægt og bítandi að vinna á og minnkuðu muninn í 53-49 þegar blásið var til hálfleiks. Sovic var með 17 stig fyrir Blika í hálfleik en stigahæstur hjá Hetti í leikhléi var Björgvin Karl Gunnarsson með 16 stig. 

{mosimage}

(Björgvin Gunnarsson var ógnandi í dag) 

Enn voru leikar nokkuð jafnir í þriðja leikhluta í fremur tilþrifalitlum leik og var staðan 72-65 fyrir heimamenn fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Höttur var búinn að tæma bensínið af tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum enda nýbúnir að leika gegn FSu í gær og því ekki ósennilegt að nokkur þreyta hafi sagt til sín. Breiðablik herti róðurinn jafnt og þétt og komst í 89-70 þegar fimm mínútur voru til leiksloka og höfðu svo að lokum öruggan 98-83 sigur á Hetti. 

Að loknum leik dagsins hafa Blikar 16 stig á toppi deildarinnar en Höttur hefur 6 stig í sjöunda sætinu.  Björgvin Karl var líflegur hjá Hetti í dag og setti niður 21 stig en Sovic lauk leik með 29 stig hjá Blikum og tók auk þess 12 fráköst. Næstur honum var Tony Cornett með 15 stig. Hjá Hetti var Everard Bartlett stigahæstur með 26 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst.  

Tölfræði leiksins  

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

(Ekki gleyma boltanum!)

Fréttir
- Auglýsing -