spot_img
HomeFréttirBlikar með sinn fyrsta sigur

Blikar með sinn fyrsta sigur

Breiðablik tók á móti Hamri í Subway deild karla í kvöld. Fyrir leik höfðu bæði lið tapað öllum sínum leikjum í deildinni, og voru límd við botn deildarinnar.

Hamar byrjaði leikinn betur og hafði eins stigs forskot eftir fyrsta leikhluta, 16-17. Eftir það sigu heimamenn fram úr, og unnu þeir þrjá síðustu fjórðunga leiksins nokkuð örugglega. Að lokum náðu Blikar í sinn fyrsta sigur með 18 stiga sigri, 87-69.

Keith Jordan var stigahæstur Blika með 22 stig, en Jalen Moore var stigahæstur gestanna með 19.

Blikar lyfta sér því af botni deildarinnar, og skilja Hvergerðinga eftir sem eina sigurlausa lið Subway deildarinnar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bjarni Antonsson)

Fréttir
- Auglýsing -