spot_img
HomeFréttirBlikar kláruðu bensínið í fyrsta leikhluta, KR í undanúrslit (Umfj.)

Blikar kláruðu bensínið í fyrsta leikhluta, KR í undanúrslit (Umfj.)

22:16

{mosimage}

KR tryggði sér í undanúrslit með nokkuð öruggum sigri á Breiðablik í Smáranum í kvöld.   Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti og hittu hreint út sagt ótrúlega fyrir utan þriggja stiga línuna.  Það endist þó ekki lengur en fyrsta leikhluta og strax í upphafi annars leikhluta sigu gestirnir frammúr.  Eftir það var það aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.  KR hafði á endanum 27 stiga sigur, 75-102.  Stigahæstur í liði KR var Jakob Örn Sigurðarsson með 20 stig en næstir voru Fannar Ólafsson með 14 stig og Jón Arnór Stefánsson með 13 stig.  Hjá Breiðablik var Nemanja Sovic stigahæstur að vanda með 34 stig en næstir voru Emil Jóhannson með 11 stig og Rúnar Ingi Erlingsson með 10 stig.  

Blikar mættu gríðarlega vel mættir til leiks í kvöld og ætluðu ekki að falla í sömu grifju og í fyrri leiknum.  Þeir skoruðu þrjár 3 stiga körfur á stuttum kafla og eftir fjórar mínútur voru heimamenn komnir með 9 stiga forskot, 15-6.  Benedikt Guðmundsson tók þá leikhlé enda höfðu blikar skorað 15 stig gegn aðeins 2 stigum KR á örskömmum tíma.  Gestirnir virtust vakna eftir það og minnkuðu muninn smám saman.  Blikar áttu hins vegar ágætis lokasprett og þegar leikhlutanum lauk höfðu heimamenn 8 stiga forskot, 30-22.  

{mosimage}

Það var eins og allt annar leikur hefði byrjað í öðrum leikhluta því KR tóku gjörsamlega öll völd á vellinum.  Blikar skoruðu aðeins 5 stig í leikhlutanum og voru í nákvæmlega sama vanda með pressuvörn gestana og í fyrr leik liðana.  Það tók KR aðeins 3 mínútur að komast yfir, 30-32, en þeir skoruðu fyrstu 10 stig leikhlutans.  Þarna munaði miklu um framlag Jóns Arnórs sem kom með mikinn kraft inní lið gestana.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu heimamenn aðeins skorað 1 stig gegn 17 stigum gestana og virtist fátt geta komið í veg fyrir hraðlest KR.  Þegar leikhlutanum lauk var munurinn kominn upp í 18 stig en KR unnu annan leikhluta með 26 stigum, 5-31. Staðan var því 35-53 þegar flautað var til hálfleiks.  

Blikum virtust ekki ætla að takast að brjóta varnarmúr KR í þriðja leikhluta en þeir skoruðu sín fyrstu stig ekki fyrr en eftir tæplega þrjár mínútur af leikhlutanum. KR tókst þó ekki að bæta mikið við forskotið á þessum tíma og munurinn á liðunum rokkaði í kringum 20 stig allan þrijða leikhluta. Blikar spiluðu hins vegar nokkuð góðan sóknarleik á kafla undir lok leikhlutans og tókst að halda vel í við KR-inga. Þegar flautað var til loka leikhlutans var munurinn 18 stig, 56-74.  

Fjórði leikhluti var í raun aðeins formsatriði fyrir gestina en munurinn á liðunum fór nánast aldrei undir 20 stig í leikhlutanum.  Liðin voru fljót að fara að skipta minni spámönnum inná og leikhlutinn einkendist af því.  Lokamínútu leiksins voru bara hlaup fram og til baka og ótímabær skot þannig að leikurinn var lítið fyrir augað. KR hafði svo á endanum öruggan 27 stiga sigur, 75-102.  

Umfjöllun: Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -