Laugardaginn 23. febrúar stendur körfuknattleiksdeild Breiðabliks fyir pubquiz í veislusal Smárans þar sem eingöngu verður spurt um körfubolta, bæði íslenskan og erlendan. Tilvalið tækifæri fyrir allt körfuboltaáhugafólk til að koma saman og gera sér glaðan dag og brjóta heilann yfir nokkrum skemmtilegum spurningum.
2-3 eru saman í liði og er mótsgjaldið 1500 kr á lið, svo verður ískaldur á krananum gegn vægu gjaldi svo enginn ætti að verða þyrstur.
Húsið opnar kl 21:00 og verður fyrsta spurning borin upp kl 21:30.




