spot_img
HomeFréttirBlikar framlengja við Borce til tveggja ára

Blikar framlengja við Borce til tveggja ára

Breiðablik hefur gert nýjan samning við Borce Ilievski og mun hann því stýra meistaraflokki félagsins næstu tvö tímabil. Borce tók við Blikum fyrir þessa leiktíð og skilaði liðinu í 6. sæti deildarinnar með 9 sigra og 9 tapleiki.
 
Breiðablik rétt missti af úrslitakeppni 1. deildar með 18 stig en í 5. sæti voru Þór frá Akureyri sem féllu 2-1 út í undanúrslitum gegn Valsmönnum.
 
Borce hefur áður þjálfað hérlendis hjá KFÍ og Tindastól en verður næstu tvö tímabil í Smáranum í Kópavogi.
  
Fréttir
- Auglýsing -