Breiðablik hefur gert nýjan samning við Borce Ilievski og mun hann því stýra meistaraflokki félagsins næstu tvö tímabil. Borce tók við Blikum fyrir þessa leiktíð og skilaði liðinu í 6. sæti deildarinnar með 9 sigra og 9 tapleiki.
Breiðablik rétt missti af úrslitakeppni 1. deildar með 18 stig en í 5. sæti voru Þór frá Akureyri sem féllu 2-1 út í undanúrslitum gegn Valsmönnum.
Borce hefur áður þjálfað hérlendis hjá KFÍ og Tindastól en verður næstu tvö tímabil í Smáranum í Kópavogi.



