spot_img
HomeFréttirBlikar fengu skell í Hveragerði

Blikar fengu skell í Hveragerði

Hvergerðingar unnu öruggan 106-89 sigur á Breiðablik í 1. deild karla í kvöld þegar liðin mættust í Blómabænum.
 
Blikarnir komnir í Hveragerði og vel stemmdir í fyrsta leikhluta þar sem Hamarsmenn voru samt allan tímann undan að skora og skyldu sig aðeins frá í lok leikhlutans og leiddu 25-19 þar sem bæði lið sýndu lipurð í sóknartilburðum og 3ja stiga skotum.
 
Leikurinn var jafn fram í miðjan 2. leikhluta er leiðir skyldu í stöðunni 34-31. Hamar gerði þá nánast út um leikinn fyrir hlé með því að skora 25 stig gegn 8 Blika-stigum það sem eftir lifði leikhlutans og 59-39 í hálfleik.
 
3. og 4 leikhluti voru jafnir ef undan er skilin staðan í leikhlé. Hamar vann þó 3. leikhluta með 1 stigi og virtust skora þegar á þurfti að halda. Eins og áður sagði var öll spenna farin úr leiknum og ungu mennirnir fengu að klára síðustu mínúturnar fyrir heimamenn og það meira að segja með þrist spjaldið ofaní hjá Stefáni Hannessyni og það í annað sinn í jafnmörgum leikjum og mínútum hjá drengnum.
 
Lokastaðan 106-89 og Blikar í harðri samkeppni um að koma sér í úrlitakeppnina en Hamar þarf að halda áfram á sigurbraut til að halda sínu og jafnvel klífa ofar og nærri Haukum í 2. sætið.
 
Bestur í liði Blika var Þorsteinn Gunnlaugsson, oft og tíðum var vel tekist á en drengilega hjá honum hans og Erni Sigurðar í liði Hamars enda tveir vel hraustir á ferð. Matthews átti ekki sinn besta leik og hefur eflaust leikið betur.
 
Hjá Hamri var Örn með góðan leik og eins Hollis en liðsheildin var meiri hjá heimamönnum og Oddur, Þorsteinn og Raggi Nat áttu fína spretti þegar á þurfti að halda. 3 blokkuð skot hjá Nat-manninum og troðsla á stuttum tíma í seinni hálfleik stendur upp úr fyrir áhorfendur en stóri strákurinn oft átt betri leik í heildina.
 
Live stattið fór í kyrrstöðu og liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað en unnið að málinu til að koma upplýsingum inn á www.kki.is vonandi í kvöld.
 
Staðan í 1. deild karla
Nr. Lið U/T Stig
1. Valur 13/1 26
2. Haukar 11/3 22
3. Hamar 11/3 22
4. Höttur 9/5 18
5. Þór Ak. 7/7 14
6. Breidablik 7/7 14
7. FSu 5/8 10
8. Augnablik 2/12 4
9. Reynir S. 2/12 4
10. ÍA 2/11 4
 
  
Mynd/ Sævar Logi Ólafsson
Umfjöllun/ Anton Tómasson
Fréttir
- Auglýsing -