11:39
{mosimage}
Á sama tíma og Breiðabliksmenn senda útlendingana sína heim hefur Emil Þór Jóhannsson fyrrverandi leikmaður FSu og Fjölnis ákveðið að ganga til liðs við félagið.
Emil er fæddur 1988 og var hluti af öflugu ungmennalandsliði sem náði góðum árangri á erlendri grundu. Þá hefur hann leikið 15 leiki í Úrvalsdeild með Fjölni og skorað 7 stig.
Karfan.is heyrði í Einari Árna þjálfara Breiðabliks og spurði hann út í Emil.
„Emil er efnilegur leikmaður sem kemur til með að styrkja liðið töluvert. Hann var lykilmaður í yngri landsliðunum á sínum tíma og hefur töluverða reynslu. Hann er mikill íþróttamaður og ég hlakka bara til að sjá hann í slagnum með okkur, en hann er núna búinn að spila með okkur tvo æfingaleiki og hefur komið vel út.“
Mynd: www.basket.is



