spot_img
HomeFréttirBlikar drógu sig úr keppni Lengjubikarsins

Blikar drógu sig úr keppni Lengjubikarsins

 
Breiðablik hefur dregið lið sitt úr keppni í Lengjubikar karla. Þetta staðfesti Sigríður Jónína formaður KKD Breiðabliks við Karfan.is í dag. Þá verður C-riðillinn þar sem Blikar áttu að vera einungis skipaður þremur liðum, Snæfell, Tindastól og Stjörnunni. Aðrir riðlar keppninnar eru skipaðir fjórum liðum.
,,Ástæðan er sú að við Blikar teflum fram mjög ungu liði sem er einnig uppistaðan í drengja- og unglingaflokki og því verður álag alltof mikið á þessa leikmenn. Uppsetning á Lengjubikarnum eykur gríðarlega á það álag sem þó er fyrir hjá okkur og sjáum við mót sem þetta ekki vera að vinna með þeim markmiðum sem við höfum sett okkur. Með Lengjubikarnum munum við spila á föstudag, laugardag og sunnudag með nánast sama hópinn og við treystum okkur einfaldlega ekki í þann slag að sinni. Leggjum áherslu á að gera vel í þeim keppnum sem við erum nú þegar skráð í og sjáum því ekki annað hægt en draga okkur úr keppni,“ sagði Sigríður Jónína við Karfan.is í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -