Véfréttin fékk heldur betur góðan gest í nýjasta þættinum af Boltinn lýgur ekki.
Siggeir Ævarsson vinur þáttarins og fjölmiðlamaður mætti til þess að ræða málefni líðandi stundar, NBA deildina og Bónus deildina.
Meðal umræðuefna:
-Guðrún Hafsteins er pínulítil
-Siggeir hatar sæt dýr
-Topp 5 leikmenn sem ættu að vera á hlaupabrettinu þangað til í Janúar
-Kvennalandsleikir
-Topp 5 leikmenn sem fá bara miða aðra leiðina um jólin
-Er Álftanes mest boring lið deildarinnar?
og miklu miklu fleira.



