Nýr Boltinn lýgur ekki er kominn út. Með Véfréttinni í þættinum er fyrrum formaður og leikmaður Hauka Kristinn Jónasson.
Mjög viðeigandi því að í fyrradag var flutt frétt í kvöldfréttum RÚV um vegferð skattsins gagnvart íþróttafélögum sem greiða leikmönnum og þjálfurum sem verktökum. Mjög áhugaverðar breytingar í farvatninu sem gætu gjörbreytt landslaginu.
Umræður um það sem er heitast í íslenskum körfubolta þessa stundina, sem og önnur málefni:
-BLE Sport business, er skatturinn að herja á íþróttafélög?
-Landsbyggðarhroki vegna snjós í Reykjavík
-Rándýrir ríkislögreglureikningar
-Óvænt úrslit
-Lurabolti á Álftanesi
-Hverjir þurfa að rífa sig í gang í KR?
-Wembanyama spænir í sig NBA deildina
-Lebron verður að hætta
-BLEðill og margt fleira



