spot_img
HomeFréttirBlake Griffin meiddist í sigri Clippers

Blake Griffin meiddist í sigri Clippers

 

Þrír leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í Chicago náðu Celtics menn loksins í sigur í einvígi sínu gegn Bulls. Augljóst var hvað lið Bulls saknaði leikstjórnanda síns Rajon Rondo í leiknum, sem er meiddur á þumli. Celtics með 34 stoðsendingar í leiknum á móti aðeins 14 hjá Bulls.

 

 

Í Oklahoma náðu heimamenn að minnka muninn í einvígi sínu gegn Houston Rockets með enn einni frábærri frammistöðunni frá Russell Westbrook. Westbrook skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í naumum 113-115 sigri sinna manna.

 

 

Í Utah komust Los Angeles Clippers í 2-1 í einvígi liðanna. Rétt undir hálfleik leiksins meiddist ein af stjörnum Clippers, Blake Griffin á stóru tá. Griffin tók ekki frekari þátt í leiknum, en beðið er eftir röntgenmynd til þess að vita hversu alvarleg meiðslin eru. Clippers náðu þó að klára leikinn undir sterkri forystu leikguðsins Chris Paul, sem skoraði 34 stig, tók 7 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

 

 

Hérna meiðist Blake:

 

Úrslit næturinnar

 

Boston Celtics 104 – 87 Chicago Bulls

Bulls leiða einvígi 2-1

 

Houston Rockets 113 – 115 Oklahoma City Thunder

Rockets leiða einvígi 2-1

 

Los Angeles Clippers 111 – 106 Utah Jazz

Clippers leiða einvígi 2-1

Fréttir
- Auglýsing -