Happasokkar, sama „rútínan“… jú, gamla góða hjátrúin. Flytur hún fjöll? Sumir vilja meina það og í íþróttum finnast þeir margir sérvitringarnir. Er Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur einn af þeim?
Í gærkvöldi var Sverrir mættur í svara skyrtu, reyndar svartur frá toppi til táar…smá Johnny Cash stæll á þjálfaranum. Var hann að storka örlögunum? Hingað til í seríunni hafði Sverrir Þór verið í bláum póló-bol með Grindavíkurmerkinu og fram að því hafði það skilað liðinu 2-1 undir í seríunni. Fjórði leikurinn í gær og Sverrir mættur í svörtu, Grindvíkingar jafna einvígið og fá oddaleik á heimavelli.
Tilviljun? Mögulega…en hjátrúarfullir trúa ekki á tilviljanir, í hvorn hópinn fellur Sverrir? Er það blái bolurinn á sunnudag eða svarta skyrtan?
Mynd/ [email protected] – Svartskyrtaður Sverrir Þór ræðir hér við Davíð Inga Bustion í Ásgarði í gærkvöldi.