spot_img
HomeFréttirBlackout: Battle of Brooklyn Part 2

Blackout: Battle of Brooklyn Part 2

Elvar, Martin og LIU Brooklyn Blackbirds taka á móti Gunnari Ólafssyni og St. Francis Brooklyn Terriers í kvöld.
 
Mikil spenna er fyrir þessum leik í skólanum hjá þeim félögum í LIU og hefur skólinn hent í myndband til að keyra upp stemninguna. Allir sem mæta í svörtu fá frítt inn á leikinn.
 
St. Francis sigraði síðasta leik sem fór fram á heimavelli þeirra, 64-81 og hvatinn því mikill fyrir LIU að jafna metinn við erkifjendur sína.
 
Leikurinn verður sýndur á MSG sjónvarpsstöðinni og Fox College Sports stöðinni. Ef einhver veit um leið til að sjá leikinn á netinu má sá hinn sami láta okkur á Körfunni vita sem fyrst.
 
Fréttir
- Auglýsing -