spot_img
HomeFréttirBjörn: Menn hljóta að taka okkur alvarlega

Björn: Menn hljóta að taka okkur alvarlega

23:22

{mosimage}
(Tom Port var sterkur í liði Þórs í kvöld)

Þór Þorlákshöfn vann sinn sjötta leik í röð í 1. deild karla í kvöld þegar liðið mætti FSu á Selfossi. Nágrannarimmur eru alltaf sérstakir leikir og viðureignin í kvöld var engin undantekning. Þór vann með sex stigum 90-96 og var munurinn aldrei meiri en það. Að lokum fóru svo Þórsarar með sigur af hólmi.

Björn Hjörleifsson, þjálfari Þórs, sagði við Karfan.is eftir leik að hans leikmenn hafi verið í sárum eftir dapra frammistöðu gegn Fjölni í Lýsingarbiknum um síðustu helgi og komu vel tilbúnir í þennan leik. ,,Við komum vel mótiveraðir í leikinn. Við vorum í sárum eftir bikarleikinn og vildum rífa okkur upp. Við höfum verið einbeittir alla vikuna,” sagði Björn en yfirlýsing Árna Ragnarssonar leikmanns FSu á Karfan.is fyrir leikinn hafi hjálpað sínu liði að undirbúa sig fyrir leikinn bætti Björn við. – Sjá ummæli Árna Ragnarssonar með því að smella hér.

Björn sagði að sitt lið hafi átt teiginn sóknarlega en Fsu hafi svarað með þriggja-stiga sýningu en þegar upp var staðið þá hafði Þór sigur.

Björn var ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld og sagði að leikur liðsins væri allur að slípast til. Þór tapaði fyrstu þremur leikjum tímabilsins en hafa síðan unnið 8 af 9 síðustu leikjum í deild og bikar og eru komnir á gott flug. ,,Liðið er að slípat vel saman og það er góður andi í liðinu. Menn sem voru daprir á laugardag í bikarnum stigu upp í kvöld og spiluðu vel. Við erum búnir að vinna einhverja átta leiki í röð fyrir utan þennan bikarleik gegn Fjölni þannig að menn hljóta að taka okkur alvarlega.”

Varðandi framhald Þórsara í deildinni sagði Björn að hann sæi Breiðablik ekki gefa eftir efsta sætið þannig að Þórsarar stefna á úrslitakeppnina og að vinna sér inn heimaleikjaréttinn. Næsti leikur Þórs er gegn Val og Björn var spenntur að fá annan stórleik svona fljótt. ,,Við erum fullir tilhlökkunar að mæta Val og fá Rob heim aftur. Það verður spennandi að sjá Valsliðið en þeir eru komnir með kana og Rob inn frá því við spiluðum við þá síðast.”

[email protected]

Mynd: Sunnlenska Fréttablaðið

Fréttir
- Auglýsing -