spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaBjörn Kristjánsson ekki meira með

Björn Kristjánsson ekki meira með

Fyrir leik KR gegn Val nú kvöld tilkynnti félagið að bakvörðurinn Björn Kristjánsson yrði ekki meira með þeim á tímabilinu.

Björn hefur mikið verið frá vegna meiðsla síðustu tímabil og hefur aðeins náð að taka þátt í tveimur leikjum með félaginu það sem af er. Ekki var tekið fram við hátíðlega athöfn fyrir leik hvort að Björn væri endanlega búinn að leggja skóna á hilluna, en eins og tekið var fram, verður hann ekki meira með tímabilið 2022-23.

Björn, sem aðeins er 30 ára gamall lék með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann skipti yfir til KR 16 ára gamall til þess að klára yngri flokka þar og leika með meistaraflokki félagsins. Með KR hefur hann unnið fjóra Íslandsmeistaratitla árin 2015, 2016, 2018 og 2019.

Fréttir
- Auglýsing -