spot_img
HomeFréttirBjörn Hjörleifsson ráðinn þjálfari Þórs Þ.

Björn Hjörleifsson ráðinn þjálfari Þórs Þ.

9:57

{mosimage}

Þórsarar í Þorlákshöfn hafa gengið frá ráðningu þjálfara fyrir meistaraflokk karla næsta vetur. Björn Ægir Hjörleifsson sem var aðstoðarþjálfari síðasta vetur mun þjálfa liðið. Þetta staðfesti Kristinn Kristinsson formaður körfuknattleiksdeildar Þórs við karfan.is.

 

Björn er ekki ókunnugur þjálfarastarfinu því hann þjálfaði liðið 1994-96 og svo aftur veturinn 2000-01. Hann var einnig þjálfari Drangs þegar liðið vann sér rétt til að leika í 1. deild og jafnframt þegar liðið lék í 1. deild.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -