11:00
{mosimage}
Næstur á vegi okkar var Björn Einarsson þjálfari ÍBV sem heimsækja Hrunamenn í dag.
Nú er lið þitt komið í úrslitakeppni 2. deildar karla, hvert er markmiðið?
Markmiðið fyrir tímabilið var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina og fyrst það gekk upp þá ætlum við að gera heiðarlega tilraun alla leið í úrslitaleikinn sem tryggir einnig sæti í 1.deild. Kom í raun ekkert annað til greina.
Mun liðið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?
Já ef við náum þessum áfanga þá ætlum við að spila í 1.deild á næsta tímabili. Það er hugur í mönnum og fleirum tengdum liðinu og yrði gaman að spila í 1.deild sem er orðin nokkuð sterk deild núna miðað við hérna áður fyrr. Með því að komast upp eflir þetta okkar starf enn frekar og yrðum við þá einnig á sama leveli og handboltinn og fótboltinn hér í Vestmannaeyjum en það hefur aldrei gerst áður.
Ef farið verður í 1. deild, þarf þitt lið þá að styrkja sig?
Ef við vinnum leikinn á sunnudaginn á Flúðum þá fer ég að pæla í því hvort ég þurfi að styrkja leikmannahópinn fyrir 1.deildina.
Mynd: Björn Einarsson



