spot_img
HomeFréttirBjörn, Arnþór og Haukur kallaðir inní æfingahóp landsliðsins

Björn, Arnþór og Haukur kallaðir inní æfingahóp landsliðsins

Æfingahópur A-landsliðs karla fyrir komandi verkefni var tilkynntur fyrir rúmri viku en framundan eru æfingaleikir gegn Noregi auk leikja í forkeppni fyrir Eurobasket 2021. 
 
Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Noregi í Bergen en norska körfuknattleikssambandið fagnar 50 ára afmæli sínu í ár og bíður Íslandi í heimsókn sem verður um leið liður í undirbúningi Íslands fyrir leiki í forkeppni að EuroBasket 2021 (EM) í vetur. Fyrsti leikur Íslands verður í Portúgal þann 16. september, og svo verða næst tveir leikir í nóvember og tveir í febrúar 2019.
 
Hópurinn sem valinn var í síðustu viku æfir þessa dagana en hópurinn verður skorinn niður fyrir leikina gegn Noregi. Þeir leikmenn sem valdir verða fyrir leikina gegn Noregi æfa svo áfram 1. september og halda svo út til Noregs 2.-4. september. Þeir leikmenn sem ekki verða valdir ljúka þar með í bili sinni þátttöku með landsliðinu fyrir leikinn í landsliðsglugganum í september.
 
Æfingahópur landsliðsins 30. ágúst til 4. september og fyrir leikina gegn Noregi er eftirfarandi:
 
Arnþór Freyr Guðmundsson · Stjarnan 
Björn Kristjánsson · KR
Collin Pryor · Stjarnan
Danero Thomas · Tindastóll
Emil Barja · KR
Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn
Gunnar Ólafsson · Keflavík
Haukur Óskarsson · Haukar
Hjálmar Stefánsson · Haukar
Kristinn Pálsson · Njarðvík
Kristján Leifur Sverrisson · Haukar
Maciej Baginski · Njarðvík
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Ólafur Ólafsson · Grindavík
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll
Ragnar Nathanaelsson · Valur
Tómas Hilmarsson · Stjarnan
 
Inn í hópinn hafa nú hafa verið boðaðir frá því fyrst þeir Björn Kristjánsson frá KR, Arnþór Freyr Guðmundsson Stjörnunni og Haukur Óskarsson Haukum. Þá eru þeir Maciej Baginski og Matthías Orri Sigurðarson tæpir vegna meiðsla og óvíst með þátttöku þeirra á æfingunum að þessu sinni.

 

Þjálfarar liðsins munu velja sinn 12 manna leikmannahóp fyrir leikina gegn Noregi á föstudagskvöldið og æfa á laugardag tvisvar fyrir brottför á sunnudag.

 

Æfingar halda áfram þann 7. september eftir leikina gegn Noregi og þá mæta fleiri leikmenn til leiks sem og þeir sem boðaðir verða áfram úr fyrri æfingahópnum. Þeir leikmenn sem koma inn til æfinga 7. september eru:
 
Hlynur Bæringsson
Ægir Þór Steinarsson
Hörður Axel Vilhjálmsson
Haukur Helgi Pálsson
Tryggvi Snær Hlinason
Martin Hermannsson
Kári Jónsson
Kristófer Acox
Elvar Már Friðriksson
Jón Arnór Stefánsson
 
Fréttir
- Auglýsing -