spot_img
HomeFréttirBjörk í Breiðablik

Björk í Breiðablik

Björk Gunnarsdóttir hefur samið við lið Breiðabliks í Dominos deild kvenna fyrir næsta tímabil. Hún kemur úr liði Njarðvíkur. Þetta staðfestir hún í samtali við Karfan.is í kvöld. 

 

Björk er 19. ára leikstjórnandi sem er uppalin hjá Njarðvík. Hún var lykilleikmaður liðsins sem fór alla leið í bikarúrslitin á nýliðnu tímabili en féll þó í 1. deild. Hún hefur nú ákveðið að halda sig í efstu deild áfram og samið við Breiðablik sem voru nýliðar á síðasta tímabili. 

 

Leikstjórnandinn var með 6,3 stig og 4,6 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Njarðvík á tímabilinu. Hún er hluti af U20 landsliði kvenna sem leikur á evrópumóti landsliða í sumar. 

 

Breiðablik réð Margréti Sturlaugsdóttir sem þjálfara liðsins í sumar en ljóst er að einhverjar breytingar verða á leikmannahóp liðsins. Telma Lind hefur samið við Keflavík en líklegt er að liðið styrki sig meira á næstu vikum. 

Fréttir
- Auglýsing -