spot_img
HomeFréttirBjörgvin til liðs við Valsmenn

Björgvin til liðs við Valsmenn

10:45
{mosimage}
(Björgvin í leik með FSu gegn Stjörnunni á síðustu leiktíð)

Björgvin Rúnar Valentínusson hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Val í 1. deild karla. Björgvin lék með FSu á síðustu leiktíð þar sem hann var með 6,0 stig og 3,1 frákast að meðaltali í leik. Björgvin hefur lokið stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og hyggur á nám í Upplýsingatækniskólanum.

Af hverju Valur?
,,Ég ákvað að ganga í Val vegna þess að mér lýst vel á hópinn hjá þeim og ég þekki strákana þarna vel og ég trúi því að ég eigi eftir að finna mig vel með liðinu í vetur,“ sagði Björgvin en hann hefur góða tilfinningu fyrir næstu leiktíð að Hlíðarenda.

,,Ég er spenntur fyrir þeim verkefnum sem eru framundan hjá liðinu og Valur á tvímælalaust eftir að gera góða hluti í vetur,“ sagði Björgvin sem er fæddur og uppalinn Hólmari en fór 16 ára gamall á Selfoss þar sem hann hefur leikið með FSu þangað til nú.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -