spot_img
HomeFréttirBjörgvin Ríkharðs til Grindavíkur!

Björgvin Ríkharðs til Grindavíkur!

Grindvíkingar fengu liðsauka í dag þegar Björgvin Hafþór Ríkharðsson sem lék með liði Skallagríms á nýafstöðnu tímabili, skrifaði undir 2. ára samning.  Björgvin stóð sig vel með nýliðum Borgnesinga en mátti ekki við margnum og hlutskipti nýliðanna var að fara aftur niður – eins og hinir nýliðarnir, Breiðablik.  Björgvin skilaði 15 framlagspunktum í vetur (10,2 stig, 7,1 fráköst, 5,9 stoðsendingar og 1,9 stolnir boltar).  Hann býr yfir miklum sprengikrafti og hefur glatt augað í ófá skiptin með troðslum sínum og hugsa grindvískir áhorfendur sér sjálfsagt gott til glóðarinnar.

Frekari fregna af leikmannamálum Grindavíkur er að vænta.

Fréttir
- Auglýsing -