spot_img
HomeFréttirBjörgvin Hafþór eftir leik í Garðabæ "Náðum ekki að lyfta upp stemmningunni"

Björgvin Hafþór eftir leik í Garðabæ “Náðum ekki að lyfta upp stemmningunni”

Stjarnan lagði Grindavík í dag í átta liða úrslitum Dominos deildar karla, 85-69. Stjarnan er því aftur komin með yfirhöndina í einvíginu, 21, en næsti leikur liðanna er komandi þriðjudag 25. maí.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmann Grindavíkur, eftir leik í MGH.

Björgvin Hafþór hefur spilað mjög vel að undanförnu, gerði ágætlega í dag en var þó nokkuð frá sínu besta eins og liðið í heild:

Er gaman að koma í viðtöl og svona??

Það er náttúrlega 10 sinnum skemmtilegra að koma eftir sigurleik en það þarf einhver að taka það á sig eftir tapleiki líka.

Það er svona trend að taka viðtal við þig og það er auðvitað einfaldlega vegna þess að þú hefur veri að spila mjög vel að undanförnu! Mjög gaman að fylgjast með því…

Já, takk fyrir það. Mér fannst ég nú ekki vera nægilega góður í þessum leik…og við vorum ekki að ná að spila þann bolta sem við viljum spila, samt vorum við alveg að fá tækifærin en þeir voru að loka svolítið á okkur inní og við fórum kannski í svolítið mikið rugl þarna í fyrri hálfleik, lendum undir og það er erfitt að elta allan leikinn. Þeir gengu bara á lagið og kláruðu okkur.

Akkúrat, þú hefur vissulega spilað betur en í þessum leik, en þú varst að frákasta vel og spila góða vörn en boltinn var mikið að skoppa af hringnum að þessu sinni…

Já…það var svolítið þannig hjá okkur öllum, þeir voru svo að færa sig frá mér og skilja mig eftir þannig að ég fæ opin skot en ég þarf þá að drullast til að hitta þeim oní. Það er óþægilegt þegar maður er skilinn eftir, það kemur aukinn pressa, en ég mæti bara fullur sjálfstraust í næsta leik og set þessi skot.

Nákvæmlega. Ég talaði við Dag og hann var sammála mér að það virtist vanda svolítið stemmninguna í liðið, stemmningin var fín í síðasta leik aftur á móti…

Já klárlega, þetta var eiginlega svipað og í síðasta leik hérna, við náðum ekki að lyfta upp stemmningunni, ég veit ekki hvort að heimavöllurinn hefur svona mikið vægi en við þurfum alla veganna að hrista upp í þessu og vera jákvæðari og hafa meira gaman af þessu í næsta leik…

…já það vara svona pínu pirringur í ykkur á köflum…

…við þurfum að breyta því og vinna á þriðjudaginn og taka það með okkur í oddaleikinn.

Að lokum, þið skorið bara 69…hvað getiði gert til að eiga betur með að skora eða ná betra flæði í sóknarleikinn?

Við þurfum náttúrlega að fá Kanann betur inn í þetta hjá okkur, þetta var ekkert honum að kenna beint, við vorum kannski ekki að leita nógu mikið að honum…

..nýttist ekki vel í þessum leik…

…einmitt og kannski gerði Stjarnan líka bara vel. Við eigum eftir að greina leikinn og sjá hvernig við getum fundið opnanir fyrir hann…

Já og Joonas var kannski ekki á deginum sínum?

Já, hann var með 13 stig en hann kom með svolítið mikið í restina. Ef við komum honum fyrr inn í leikinn og Kananum betur inn í þetta þá hef ég engar áhyggjur af þessu!

Sagði Borgnesingurinn snjalli og vonandi fyrir hann og Grindvíkinga nær hann að sýna sínar bestu hliðar í framhaldinu.

Viðtal / Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -