Íslenska kvennalandsliðið hóf æfingar í morgun og verða við æfingar næstu daga, en liðið æfir aftur í kvöld og áfram tvisvar á dag fram að brottför á fimmtudaginn.
Landsleikur Ungverjalands og Íslands fer svo fram á laugardaginn í Miskolc í Ungverjalandi.
Ljóst er að tveir leikmenn verði ekki með að þessu sinni úr upprunalega æfingahópnum en það eru liðsfélagarnir þær Björg Guðrún Einarsdóttir og Petrúnella Skúladóttir, sem báðar eru meiddar.
Þá er 15 manna hópurinn sem þegar hafði verið gefinn út orðinn að 13 manna hóp og aðeins eftir að skera niður um einn leikmann:
Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði
Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir
Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir
Mynd úr safni/ Petrúnella Skúladóttir getur ekki gefið kost á sér en hún hefur verið fjarverandi undanfarið vegna heilahristings sem hún hlaut á dögunum. Petrúnella var t.d. ekki með Grindavík í gær þegar gular lögðu Val í Domino´s-deild kvenna.



