spot_img
HomeFréttirBjarni: Smá krydd

Bjarni: Smá krydd

13:17

{mosimage}

Bjarni Karlsson, aðstoðarþjálfari Fjölnis, stjórnaði liðinu til sigurs á Landsmótinu í fjarveru þjálfarans, Bárð Eyþórssonar. Hann sagði eftir leik að þessi sigur væri liðinu mikilvægur en þetta væri fyrsta mótið sem meistaraflokkur félagsins hefði unnið.

,,Þetta var mjög flott hjá strákunum og ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem Fjölnir vinnur eitthvað í meistaraflokki, kannski fyrir utan það þegar við unnum fyrstu deildina þarna um árið,” sagði Bjarni.

Varðandi framhaldið í vetur sagði hann að sér litist vel á liðið. ,,Þetta lítur ágætlega út, við erum komnir með miklu stærri hóp og fleiri leikmenn. Erum búnir að fá Helga Hrafn og Kristinn Jónasson, svo er reyndar spurning hvort að Hörður fari út eða ekki, annars er þetta mjög bjart framundan.”

Bjarni sagði að það væri gott að fá svona mót og þau mættu vera fleiri. ,,Þetta er góð tilbreyting að fá aðeins að spila og ekki skemmdi fyrir að það var vel staðið að þessu. Ég held að sé nauðsynlegt að fá svona mót og þau mættu vera fleiri. Þetta kryddar aðeins upp á þetta og menn eru þá ekki bara í útihlaupum og lyftingum.”

mynd: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -