spot_img
HomeFréttirBjarni: Margt að varast í leik Snæfells

Bjarni: Margt að varast í leik Snæfells

,,Stemmingin er eins og gefur að skilja mjög góð. Mikil spenningur hjá leikmönnum að takast á við þetta verðuga verkefni,” sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka sem í dag heldur með sínar Haukakonur upp í Stykkishólm en fyrsti leikur Snæfells og Hauka í úrslitum Domino´s deildar kvenna fer fram kl. 18:00 í dag.
 
 
,,Þetta verður án efa spennandi og skemmtileg sería á milli tveggja góðra liða. Verður mjög svo verðugt verkefni fyrir okkur að ná þremur sigrum á móti Snæfell. Höfum ekki unnið marga leiki á móti þeim í vetur, en við munum selja okkur dýrt í þessum leikjum og vona það besta. Snæfell er með mjög vel mannað lið í öllum stöðum svo það er margt að varast í þeirra leik. Mikilvægt fyrir okkur að reyna að halda aftur af Hildi Sig, reyna að láta hana hafa fyrir hlutunm. Þær hafa verið mjög svo öflugar í hraðaupphlaupum, skorað mjög mikið þannig svo það ber að varast. Svo hefur Snæfell verið besta frákastalið deildarinnar í vetur, gríðarlega öflugar í sóknarfráköstum. Þá baráttu verðum við að vinna til að eiga séns í þær. En eins og ég sagði þá er þetta frábært lið, svo við verðum að vera öflugar í öllu sem við gerum til að sigra.En ég veit að stelpurnar eru mjög svo einbeittar í þessu verkefni og hungraðar í sigur svo þetta verður Rock´n roll,” sagði Bjarni en hvernig er staðan á hópnum hans?
 
,,Já allar í góðu standi, enda vill engin missa af svona tækifæri. Þannig að vonandi helst það þannig áfram.” 
Fréttir
- Auglýsing -