spot_img
HomeFréttirBjarni Magnússon : hugarfarið ekki nógu gott

Bjarni Magnússon : hugarfarið ekki nógu gott

Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum ekki ánægður eftir annað tapið í röð gegn Njarðvík.  Haukar héldu vel í við Njarðvík lengst af í dag en gáfu svo eftir á lokakaflanum þar sem Njarðvík hreinlega valtaði yfir þær og höfðu á endanum 15 stiga sigur.  
 "Ég er að mörgu leiti ánægður með varnarleikinn hjá okkur og margt gott í því en ef ég á að vera hreinskilinn þá var hugarfarið bara ekki nogu gott hjá mínum leikmönnum í dag.  Það er eitthvað sem ég tek á mig og við þjálfaranir.  Stelpurnar þurfa aðeins líka að líta í hjarta sitt og spyrja sjálfan sig hvort þær vilji vinna þennan titil eða ekki.  Þá þurfa allir að leggja meiri vinnu á sig heldur en þær sýndu hérna í dag og sýna betra hugarfar heldur en við vorum að gera í dag.  Við vorum fljót að hengja haus þegar það gengur ekki nogu vel og á móti sterku liði eins og Njarðvík þá refsa þær okkur bara og þær gerðu það í lokinn". 

Haukar eiga nú verðugt verkefni fyrir höndum að fara í Ljónagrifjuna með það á bakinu að tapi þær leiknum fer íslandsmeistaratitillinn í Njarðvík.

"Staðan er tvö núll, við meigum ekki við neinum mistökum í viðbót.  En við skulum sjá til, við höfum stundum unnið stóra góða sigra í vetur og við verðum að fá einn slíkan næsta miðvikudag því annars erum við bara farnar í sumarfrí". 

Í liði Hauka spiluðu í dag þrír leikmenn allan leikinn sem sýnir svart á hvítu þá stöðu sem meiðslavandræðin hafa sett liðið í.  

"Já þú getur rétt ímyndað þér, að missa svona lykilleikmenn, auðvita setur það strik í reikninginn.  En það þýðir ekkert að hugsa um það.  Við komum okkur í úrslitin án þeirra og ég tel að við séum alveg með það gott lið að við eigum að geta tekið titilinn.  Við bara sýndum það ekki í dag.  Öll þessi litlu atriði skipta bara úrslitamáli í svona úrslitaseríu, fráköstin, viljinn og grimmdin.  Í fyrstu tveimur leikjunum hefur það bara verið meira hjá Njarðvík".

[email protected]
mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -