spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaBjarni Guðmann ekki með Haukum í vetur

Bjarni Guðmann ekki með Haukum í vetur

Ljóst er að Bjarni Guðmann Jónsson mun ekkert leika með liði Hauka í vetur. Karfan.is greindi frá því fyrir stuttu að hann hefði skipt yfir í Hauka og æfði með liðinu í sumar. Hann hefur snúið aftur til náms og æfinga í Bandaríkjunum.

Karfan heyrði í Bjarna á dögunum þar sem hann var á flugvellinum á leið til Bandaríkjanna. Hann var þá að snúa til baka til Fort Hayes skólann þar sem hann er að hefja sitt annað ár.

Samkvæmt Bjarna stóð aldrei til að leika með Haukum í vetur nema að hann hefði ekki getað farið aftur út í skólann. Hann æfði með liðinu í sumar og ætti því að mæta öflugur til leiks í Fort Hayes.

Fréttir
- Auglýsing -