spot_img
HomeFréttirBjarni Geir Gunnarsson á leið til Bretlands

Bjarni Geir Gunnarsson á leið til Bretlands

Valsarinn Bjarni Geir Gunnarsson hefur hlotið fullan skólastyrk til náms og körfuknattleiksiðkunar við Itchen College í Hampshire í Bretlandi.
 
 
Itchens Academy of Sport hefur tengsl við einn stærsta körfuboltaklúbb Suður-Englands, Solent Kestrels. Skólinn hefur á að skipa svokallaðri AASE vottun sem miðast m.a. að því að koma til móts við þarfir afreksmanna á aldrinum 16-18 ára.
 
Bjarni Geir er 190cm og fæddur árið 1995. Hann hefur lítillega komið við sögu með Val í Domino´s deild karla þessa vertíðina en fær nú tækifæri á Bretlandseyjum til þess að skerpa duglega á sér.
 
Mynd/ Af Facebook-síðu Bjarna Geirs.
  
Fréttir
- Auglýsing -