Framherjinn Bjarni Geir Gunnarsson hefur ákveðið að spila fyrir Breiðablik á komandi tímabili. Bjarni, sem er alinn upp hjá Val sem og í Kópavoginum, skilaði fínu framlagi fyrir lið FSU í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Skoraði 5 stig og tók 2 fráköst á um 15 mínútum að meðaltali í leik.
Fréttatilkynning Breiðabliks:
Bjarni Geir Gunnarsson hefur gengið til liðs við Breiðablik á nýjan leik. Bjarni Geir kemur til Breiðabliks frá FSu þar sem hann fór vaxandi á liðinni leiktíð í efstu deild. Bjarna Geir er ætlað stórt hlutverk hjá Blikum á næstu leiktíð, og er það stefnan að tryggja sér sæti meðal þeirra fremstu á komandi leiktíð.
Bjarni þekkir ágætlega til í Smáranum, þar sem hann spilaði fyrir félagið í yngri flokkum. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn aftur!



