spot_img
HomeFréttirBjarni eftir leikinn í Grindavík "Það er að glitta í úrslitakeppnina"

Bjarni eftir leikinn í Grindavík “Það er að glitta í úrslitakeppnina”

Haukar lögðu heimakonur í Grindavík í kvöld í 25. umferð Subway deildar kvenna, 75-82. Eftir leikinn eru Haukar í 2. sæti deildarinnar með 40 stig á meðan að Grindavík er í 5. sætinu með 20 stig.

Hérna er meira um leikinn

Bjarni Magnússon þjálfari Haukar hrósaði Grindvíkingum eftir leikinn í samtali við Körfuna.

“Ég fagna þessum sigri, og svo er það bara næsti leikur. Það er hörku törn núna, margir leikir á stuttum tíma, og það er að glitta í úrslitakeppnina. Við viljum auðvitað enda eins ofarlega og mögulegt er, en það þarf ýmislegt að ganga okkur í hag til að við náum deildarmeistaratitlinum. Við höldum þó í vonina eftir þennan sigur. Við fengum alvöru mótspyrnu frá Grindvíkingum og þetta var hreinlega torsóttur sigur – en ég er afar ánægður með lokakaflann hjá okkur sem tryggði okkur þennan mikilvæga sigur í baráttunni. Ég vil hrósa Grindavíkurliðinu; ég er afar hrifinn af þeirri uppbyggingu sem er í gangi og þetta er afar efnilegt lið sem á bara eftir að verða betra. Hvað okkur varðar þá vona ég innilega að við bæði endurheimtum leikmenn úr meiðslum á næstu vikum og verðum sterkari með hverjum leik,” sagði Bjarni Magnússon.

Fréttir
- Auglýsing -