Þór Akureyri hefur framlengt samning við þjálfara sinn í Dominos deild karla Bjarka Ármann Oddsson út næsta tímabil. Bjarki tók við liðinu þegar ein umferð var búin af yfirstandandi tímabili og hefur náð góðum árangri með liðið, sem nú er í 8. særi deildarinnar með 18 stig.

Tilkynning:
Bjarki Ármann Oddsson framlengdi samning sinn við Þór í dag og mun hann stýra liðinu í Domino´s deildinni næsta vetur, honum til aðstoðar verður Jón Ingi Baldvinsson.
Bjarki Ármann tók við Þór í haust þegar aðeins ein umferð var búinn af tímabilinu og fljótlega kom Jón Ingi inn í þjálfarateymið og verið við hlið Bjarka ásamt Daníel Andra Halldórssyni.
Samningar Bjarka og Jóns Inga er til eins árs.
Óskum þeim félögum til hamingju sem og Þórsurum með að þá félaga.