spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaBirna Valgerður í Keflavík næstu tvö tímabilin

Birna Valgerður í Keflavík næstu tvö tímabilin

Birna Valgerður Benónýsdóttir hefur framlengt samningi sínum við lið Keflavíkur í Subway deild kvenna og mun leika með liðinu næstu tvö tímabil.

Birna kom til baka úr bandaríska háskólaboltanum fyrir nýafstaðið tímabil og var lykilleikmaður í liði Keflavíkur sem var í öðru sæti Íslandsmóts og bikarkeppni ásamt því að vinna deildarmeistaratitilinn.

Birna er gríðarlega spennt fyrir komandi tímabili og líst afar vel á þróun mála hjá liðinu. “Ég þekki það afar vel að spila með Sverri og það eru fleiri leikmenn sem eru í sömu stöðu, við þekkjumst afar vel sem ein heild og það verður virkilega gaman að starta þessu verkefni. Við ætlum okkur langt, það er ljóst.”

Fréttir
- Auglýsing -