Undir 16 ára lið stúlkna hefur nú lokið keppni á Evrópumótinu í Rúmeníu. Liðið endaði í 18. sæti eftir að hafa fyrr í dag tapað leik um 17. sætið gegn Bosníu og Hersegóvínu.
Skemmtilegt er að segja frá því hvað þær Birna Benónýsdóttir og Elsa Albertsdóttir voru atkvæðamiklar fyrir liðið á mótinu. Birna var stigahæst allra leikmanna á mótinu. Í þeim 8 leikjum sem hún spilaði skilaði hún 142 stigum, eða 17.8 að meðaltali í leik. Það gerði hún á bestu nýtingu (af skotum utan af velli) allra leikmanna á mótinu, eða 50.9%. Þá var hún einnig önnur í vörðum skotum á mótinu með 17, eða 2.1 að meðaltali í leik. Elsa var svo með flestar stoðsendingar allra leikmanna á mótinu, en í 8 leikjum gaf hún 34 stoðsendingu, eða 4.3 að meðaltali í leik.
Hérna er meira um tölfræði leikmanna á mótinu.